Við erum Bandmenn

 

Bandmenn er íslensk hljómsveit frá Reykjavík. Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 af Pétri Finnbogasyni sem kallaði saman vini úr ólíkum áttum til að búa til fjölmenna og kraftmikla ballhljómsveit. Hljómsveitarnafnið Bandmenn var vinnuheiti sem festist svo að lokum eftir fjölda fyrirspurna. Fyrsta formlega framkoma hljómsveitarinnar var á stórballi í Iðnó á Menningarnótt 2015. Bandmenn eru þekktir fyrir pásulausa stemningu sem lætur fólk dansa til lokunar.