FYRIRPARTÝ - 10 ÁRA AFMÆLI BANDMANNA

Við Bandmenn fögnum tíu ára afmæli á Menningarnótt, 23. ágúst næstkomandi með risastóru afmælisballi í Gamla Bíói. Við teljum í strax að lokinni flugeldasýningu Menningarnætur, en stórsöngvarinn Stefán Hilmarsson ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og taka sína slagara eins og honum einum er lagið!  Við munum einnig keyra partýstemninguna í gang með okkar allra bestu Sölku Sól.

Þér er boðið í fyrirpartý!

Þetta er ekki allt, heldur munum við hefja kvöldið með fyrirpartýi á sama stað í fullum sal af vinum, fjölskyldu og samstarfsfólki. Þar bjóðum við upp á skemmtidagskrá sem verður að sjálfsögðu í formi tónlistarveislu að stærstum hluta. Við stefnum að því að stikla á stóru yfir þau tíu ár sem hljómsveitin hefur verið starfandi, glamra og grilla, grafa upp góðar sögur og sýna okkar bestu hliðar að öllu leyti. Fyrir þyrsta verða góð tilboð á barnum.

Við viljum gjarnan fagna tímamótunum með þér!

Forgangur á ballið og skráning á gestalista

Við vekjum athygli á því að fyrirpartýið er lokaður viðburður og gestir þar fá forgang inn á ballið síðar um kvöldið. Klukkan 22:00 verður húsið opið öllum. Við munum útvega auðkenni á staðnum til þeirra sem verða á gestalistanum, en hafðu í huga að á Menningarnótt getur salurinn verið fljótur að fyllast enda fjöldi fólks á vappi í miðborginni.

Við biðjum þig náðarsamlegast að mæta tímanlega á svæðið og að skrá þig á GESTALISTA hér að neðan, þannig við getum haldið utan um gestafjölda, en skráningu lýkur miðvikudaginn 15. ágúst. Endilega verið í sambandi við okkur ef þið viljið taka með ykkur fleiri en einn.

Dagskrá

  • 19:45: Gamla bíó opnar

  • 20:15-21:45: Afmælisdagskrá Bandmanna 

  • 22:00: Flugeldasýning Menningarnætur

  • 22:15-01:00: 10 ára afmælisball - Bandmenn + Stefán Hilmarsson og Salka Sól.